Styrkás

Þjónusta við atvinnulífið

Um verkefnið

Mörkun fyrir nýtt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í uppbyggingu á leiðandi þjónustufyrirtækjum við atvinnulífið. Verkefnið fól í sér alhliða mörkun með tilheyrandi hönnun merkis og vefsíðu.

Markmið

Byggja upp vörumerki eignarhaldsfélags í atvinnulífinu sem hefur skýra vísun í nútíð, fortíð og framtíð. Vörumerkið þarf að geta haldið utan um eignir félagsins með skýrum og einföldum hætti. Miðla upplýsingum og fréttum frá starfseminni til hluthafa og starfsmanna.

Hönnun

Merkið er brútalískt og sækir innblástur í stólpa, stoðir, stöpla, öxla og ása sem minna á uppbygginguna sem á sér stað innan fyrirtækisins.

Myndmálið er afslappað en sterkt. Stöðugleiki mætir smáatriðum sem endurspeglar kjarnastarfsemina

Niðurstaða

Einfalt og tímalaust útlit með áhrifamiklar vísanir í sterkar stoðir eignarhaldsfélagsins með formbyggingu, litum og myndastíl.

Myndastíll

Myndastíll Styrkás snertir á ýmsum flötum starfseminar, bæði núverandi og framtíðar. Mótífin hafa sterka tengingu við iðnað og tengda atvinnustarfsemi.

Sameinum minni þjónustuaðila í eina sterka heild

Hér&Nú
Hér&Nú

Bréfagögn

Vörumerkið er kraftmikið og sveigjanlegt, sem nýtist í hinu ýmsu birtingamyndum.

Hér&Nú
Hér&Nú

Heimasíða

Vefhönnun á heimasíðu var í okkar höndum. Einföld síða sem heldur utan um starfsemi og hugmyndafræði Styrkás á skýran og skilvirkan hátt.

Skoðaðu næsta verkefni