Eitthvað
hannað
og meira.

Eitthvað
hannað
og meira.

Þjónusta

Fjölbreytt, fagleg og persónuleg þjónusta.

Ráðgjöf

Þú þarft ekki að vita allt. Hjá okkur starfa sérfræðingar í markaðsmálum sem veita ráðgjöf um alla helstu þætti mörkunar og markaðssetningar.

Við hjálpum fyrirtækjum að grípa tækifæri sem bjóðast á markaði með faglegum greiningum og mælingum sem við svo styðjumst við í mótun strategíu og stefnu.

Við leggjum áherslu á að tungumál vörumerkisins sé auðskiljanlegt og samsvari sér vel við markhópa, neytendur og hagaðila.

image

Hönnun

Þegar búið er að ákveða stefnu og strategíu er kominn tími á næsta skref – hönnun.

Hönnun getur snúið að öllu frá grunnútliti fyrirtækis til endurmörkunar, auglýsingaherferða og smærri uppákoma.
Allt hefst þetta á rannsóknar- og hugmyndavinnu sem svo leiðir til ákvörðunar um þá átt sem fara skal. Loks er það útfærsla, kynning og skil á lokaafurð til viðskiptavinar.

Birtingar

Hvar, hvenær og hvers vegna? Það hefur sýnt sig og sannað að vel staðsettar auglýsingar gera gæfumuninn.

Birtingaráðgjafar okkar fylgjast vökulum augum með straumum og stefnum á miðlunum og sjá til þess að þín skilaboð njóti sín hjá réttum markhóp með faglegum greiningum á mörkuðum.

image

Almannatengsl

Samskipti við umheiminn geta skipt sköpum fyrir velgengni fyrirtækja til skemmri og lengri tíma.
Við sinnum öllu frá krísustjórnun til fræðslu, en fyrst og fremst grípum við tækifærin þegar þau bjóðast, til að koma fyrirtækjum að í umræðunni.

Hvers virði eru vel unnin störf ef enginn heyrir af þeim? Tökum spjallið og færum það út á við!

image

Nýmiðlar

Allt frá forritun til viðbótarveruleika. Vel útfærð og vönduð nýmiðlun getur aukið virði vörunnar og vakið eftirtekt. Möguleikarnir á stafrænum miðlum eru endalausir og við erum til í að prófa allt að minnsta kosti einu sinni.

image

Árangur

Hér&Nú hefur hlotið 8 af 14 verðlaunum Árunnar, viðurkenningar ÍMARK fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins.

2023ÁranAtlantsolía
2022ÁranHappdrætti Háskóla Íslands
2018ÁranNettó
2014ÁranSÍBS
2013ÁranLambakjöt
2011ÁranGevalia
2010ÁranMottumars
2006ÁranHonda
2003ÁranFramsóknarflokkurinn