Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Taktu þátt á þinn hátt

Um verkefnið

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ómissandi hluti af íslenska sumrinu og á 40 ára afmæli hlaupsins þótti tilvalið að líta yfir farinn veg. Á þessum fjórum áratugum hefur margt breyst, bæði í samfélaginu og hlaupinu sjálfu, og með tilkomu Hlaupastyrks hafa keppendur og stuðningsfólk svo sannarleg fært fjöll fyrir hin ýmsu málefni. Fyrsta stóra breytingin sem við horfðum til í þessu verkefni var þátttaka Fríðu Bjarnadóttur í hlaupinu árið 1984, þegar hún hljóp fyrst ís­lenskra kvenna maraþon á Íslandi. Mögnuð saga Fríðu varð okkur innblástur að herferðinni sem fékk nafnið Fyrsta hlaupið og er óður til þeirra ótalmörgu fyrstu skrefa sem tekin hafa verið í fjörutíu ára sögu hlaupsins.

Markmið

Við hugmyndinni um fyrstu skrefin vildum fá fólk til þess að leiða hugann að ástæðunum sem liggja að baki þátttöku fólks í hlaupinu.  Hvort sem við erum hlauparar eða stuðningsfólk tökum við öll þátt á okkar eigin hátt og hvert hlaup er einstakt. Sum okkar eru að hlaupa í fyrsta sinn, hvaðan sprettur sú ákvörðun? Hvaðan kemur ákvörðunin um að hlaupa í þessu tiltekna hlaupi, hvort sem það er í fyrsta eða tíunda skipti, og af hverju velur fólk til styrktar einhverjum ákveðnum samtökum? Á bak við hvert svar eru sögur okkar allra, sögur sem okkur fannst eiga erindi í þessari auglýsingu.

Hugmyndin

Fyrstu skrefin í átt að framförum geta verið erfið en þeim fylgir jafnan einnig von og gleði. Í auglýsingunni sjáum við bregða fyrir svipmyndum af augnablikum sem við höfum mörg upplifað og heyrt af í gegnum Reykjavíkurmaraþonið í gegnum árin. Sum okkar hlaupa fyrir aðra, önnur fyrir sig sjálf og enn önnur hlaupa ekki, en taka þátt með öðrum leiðum.

Niðurstaða

Fyrstu skrefin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Maraþonið er viðburður þar sem við sameinumst og stefnum öll að sama markinu, öll á okkar eigin, mismunandi forsendum.

„Ég var fyrsta íslenska konan til að hlaupa heilt maraþon á Íslandi.“

Forherferð

Það telst varla til tíðinda í dag að konur hlaupi maraþon en þegar Fríða Bjarnadóttir tók af skarið fyrir 40 árum síðar þótti það algjör fásinna. Fríða hefur sagt frá því að í fyrsta hlaupinu hennar hérlendis var oft flautað á hana, af körlum sem fannst algjör vitleysa að kona væri að hlaupa.

Herferð

Í 40 ára sögu maraþonsins má finna ótal sögur og sigra sem eru samofnir stærri og minni breytingum í samfélaginu. Hvert og eitt hlaup er einstakt og öll tökum við þátt á okkar eigin hátt.
Við vildum vekja athygli á þeim framfaraskrefum sem tekin hafa verið á síðustu 40 árum og mikilvægi þess að taka þátt – á sinn hátt. 

„Það hefur, sem betur fer, margt breyst á þessum 40 árum og mörg góð skref verið stigin síðan þá.“

image
image
image
image
image
image

Útvarp

Útvarpsauglýsingar herferðarinnar voru í takt við lesinn texta sjónvarpsauglýsingarinnar. Hér var rými til að víkka textann enn meira út og setja fókus á fleiri málefni og sögur.

Hér&Nú
Hér&Nú

Skoðaðu næsta verkefni