Auður, dóttir Kviku

Komdu með í sparnaðarferðalag.

Um verkefnið

Auður er fjármálaþjónusta á netinu sem býður upp á innlánsreikninga fyrir einstaklinga. Öll þjónusta Auðar er aðgengileg aðeins á netinu og með afmörkuðu þjónustuframboði er kostnaði haldið í algjöru lágmarki. Í okkar vinnu vildum við undirstrika þennan einfaldleika og ævintýrin sem þú býrð til fyrir peninga sem þú átt aukalega. Nýtt nafn, nýtt merki og öll ásýnd vörumerkisins var unnin frá grunni auk þess sem birtingarfókus var settur á mánaðarmót til þess að minna fólk á að leggja fyrir þegar það á helst möguleika til þess.

Markmið

Búa til efnivið til þess að skapa grunn að heilsteyptu og sterku vörumerki sem hefur möguleika á að lifa í langan tíma.

Hönnun

Við sköpun ásýndar Auðar voru sterk og einföld hönnunarelement efst á blaði. Ákveðið var að skýr, sjónræn skilaboð yrðu notuð til þess að koma upplýsingum á framfæri. Einungis er notast við feitletrun á letrinu Circular, sem er óvenjulegt í því offlæði leturtegunda sem í boði eru. Litir eru áberandi og notaðir í sterkum andstæðum til þess að auka sýnileika. Síðast en ekki síst eru teikningarnar sjálfar auðvitað aðalstjörnur sýningarinnar.

Niðurstaða

Sterkt, nákvæmt og áhrifaríkt vörumerki.

Mánaðarlega birtist ný teikning sem gefur fólki innsýn inn í sparnaðardraumaheim Auðar.

Hér&Nú
Hér&Nú

Myndefni sem fólk man eftir.

Skoðaðu næsta verkefni