IKEA

Setjum jólin saman

Um verkefnið

Sænski húsgagnarisinn IKEA hefur hingað til verið fyrstur með fréttirnar þegar jólin eru á næsta leiti og varð engin breyting á í þetta skiptið, þó áherslurnar væru aðrar.

Herferðin „Setjum jólin saman“ snýr að fullkomlega ófullkomnum jólum og mikilvægi þess að týna sér ekki í stressi og fullkomnunaráráttu á tímum ljóss og friðar.

Saman mála lag og myndefni nokkuð skýra mynd af dæmigerðum jólum, lausa við óraunhæfar kröfur um „fullkomin jól“, og minna fólk á kyrrðina og róna sem finna má í ókyrrð og ólgu hátíðanna. Við hvetjum fólk til þess að setja jólin saman eftir eigin höfði á sama tíma og við myndum sterka tengingu við vörumerkið IKEA og samsetningarnar sem því fylgir.

Markmið

Að breyta hugmyndinni um „fullkomin jól“ með sterkri tengingu við vörumerkið í lykilsetningunni „Setjum jólin saman“. Það þarf ekki allt að vera fullkomið eða eftir fyrirfram ákveðinni formúlu. Jólin eru mismunandi fyrir fólki eftir fjölskyldusamsetningu, menningu og aðstæðum. Auglýsingin undirstrikar mikilvægi þess að njóta jólanna, hvernig sem þau eru saman sett.

Niðurstaða

Jólin eru fullkomin þó þau séu ófullkomin!

Herferðin fékk viðurkenningu fyrir bestu kvikmynduðu auglýsinguna á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum, árið 2023.

Auglýsingin hlaut Lúðurinn, fyrir bestu kvikmynduðu auglýsinguna árið 2023.

Slider Picture0
Slider Picture1
Slider Picture2

Skoðaðu næsta verkefni