Straumur

Nýsköpun í flæði fjármagns.

Um verkefnið

Straumur er nýtt dótturfyrirtæki Kviku sem einblínir á lausnir í greiðslumiðlun á íslenskum markaði.

Á tækniöldinni sem geysist áfram er nauðsynlegt að koma flóknum tæknilegum atriðum til skila á einfaldan og skiljanlegan hátt.

Markmið

Straumur einblínir á öflugt flæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fjármagn á íslenskum markaði. Kom það í okkar hlut að gera flókinn heim fjármálanna einfaldan í augum viðskiptavina.

Hönnun

Útlit Straums sækir innblástur í fjármálastreymi, hreyfingu og tengingu fjármagns í samfélaginu, myndun tenginga og sterkra burðarstólpa. Merkið samanstendur af hringum og línum sem vísa í myntir í sinni einföldustu mynd og hreyfingu fjármagns á milli einstaklinga og fyrirtækja.

Niðurstaða

Nútímalegt útlit sem vísar í grunnstoðir Straums; flæði, hreyfanleika og einfaldar lausnir.

Myndastíll

Tengdara samfélag og aukið flæði í fjármálum skapar ávinning fyrir alla.

Slider Picture0
Slider Picture1
Slider Picture2
Slider Picture3
Slider Picture4
Slider Picture5
Slider Picture6

Við leysum flækjurnar með öruggum og fjölbreyttum leiðum til greiðslumiðlunar.

Vefur

Hönnun skilvirks og auðskiljanlegs vefs, í nánu samstarfi við Kviku.

Hér&Nú
Hér&Nú

Straumur í umhverfinu

Mörkunin var innblásin af rafstreymi og fjártækni ásamt hreyfingu og tengingum fjármagns í samfélagi okkar.

Hér&Nú
Hér&Nú

Skoðaðu næsta verkefni