Ljósið

Klukk, þú ert’ann

Um verkefnið

Einn af hverjum þremur greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Það er einn af hverjum þremur í vinahópnum, tveir af hverjum sex í fjölskyldunni og fjórir af hverjum tólf í partíinu. Stóra spurningin er: hver er’ann? Herferðin Klukk, þú ert’ann er til þess gerð að setja hlutina í ákveðið samhengi.

Krabbamein spyr ekki um aldur og fyrri störf, fjárhag eða tengsl – það getur verið handahófskennt hvert okkar greinist, eins og að vera klukkuð í eltingarleik.

Verkefnið sem beið okkar var að minna fólk á mikilvægi Ljóssins og safna styrkjum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Mánaðarlega leita þangað rúmlega 600 manns en árið 2022 voru komur í endurhæfingarúrræði Ljóssins tæplega 30.000. Húsnæðið var sprungið og mikil þörf á söfnunarátaki.

Markmið

Herferðin var marglaga og til þess gerð að gefa þessari sláandi tölfræði andlit. Með aðstoð klukk-keðjunnar og klukkbeitanna hófst þjóðarsöfnun fyrir nýju húsnæði undir ómissandi endurhæfingar- og stuðningsúrræði Ljóssins.

Hugmynd

Herferðin stýrist af setningunni sem kemur fyrir þvert á alla miðla – Klukk þú ert’ann. Okkar hlutverk var að setja setninguna fram á skýran og myndrænan hátt en rauða yfirstrikunin var notuð til að benda á þann sláandi fjölda úr öllum aldurshópum sem greinist með krabbamein á lífsleiðinni.

Niðurstaða

Útkoman er áhrifarík og falleg herferð sem setur erfiðar staðreyndir málsins í samhengi. Við fengum til liðs við okkur fyrirtæki, einstaklinga og félög um allt land til að hjálpa okkur að vekja athygli á starfsemi Ljóssins og með samhentu átaki náðum við að varpa ljósi á mikilvægt málefni sem varðar okkur öll.

Hér&Nú
Hér&Nú
Ekkert breytir því

Ásgeir Trausti ljáði sígildu lagi Sálarinnar rödd sína í ábreiðu af laginu Ekkert breytir því .

image
image

Krabbamein snertir okkur öll. Klukk, þú ert’ann!

Slider Picture0
Slider Picture1
Slider Picture2
Slider Picture3
Slider Picture4

Klukk-keðja

Við hvöttum fyrirtæki, félög og einstaklinga til að klukka hvert annað til að styrkja Ljósið, með frábærum árangri!

image
image
image

Klukkbeita

Til þess að vekja meiri athygli á verkefninu voru skrifaðar fréttir með click-bait fyrirsögnum á fréttamiðla sem leiddu inn á lendingarsíðu Ljóssins. Þar var fólk hvatt til að styrkja verkefnið. Sannkallaðar Klukkbeitur!

Skoðaðu næsta verkefni