Amma Don er svokallaður speakeasy kokteilbar og hugarfóstur meistarakokksins Þráins Freys Vigfússonar, sem oft er kenndur við Michelinstaðinn Óx.
Amma Don var vel stæð sjómannsfrú utan af landi. Hún hjálpaði til við að byggja upp bæinn sem hún bjó í og var alltaf til staðar þegar fólk þurfti á henni að halda. Það var alltaf gott að leita til hennar með vandamál, setjast niður með drykk og finna lausnir á ráðgátum lífsins. Skál fyrir Ömmu Don!
Ramma inn glæsileika og fágun íslensku sjómannsfrúarinnar sem á alltaf eitthvað gott til að setja í glasið þitt, hvort sem tilefnið er hlátur eða grátur.
Hin íslenska kjarnakona er ef til vill svolítið ógnvekjandi við fyrstu sýn en hlýleikinn sem stafar af henni þegar þú kemur nær er einstakur. Hönnunarelement mörkunarinnar gætu í fyrstu virðst óaðgengileg en þegar nánar er að gáð eru þau fyllt smáatriðum sem bjóða öll velkomin.
Heimilisleg, íslensk fágun eins og hún gerist bezt.
Heimilið gefur innsýn í líf íslenskrar hefðarfrúar sjöunda áratugarins.
Velkomin heim til Ömmu Don
Amma spyr alltaf hvort fólk vilji eitthvað að drekka þegar það kemur inn á heimilið.
Yfirleitt er henni svarað játandi.