Atlantsolía

Óþolandi ódýrt!

Um verkefnið

Atlantsolía er langminnsta fyrirtækið á íslenskum olíumarkaði með aðeins 10 starfsmenn, minnstu yfirbygginguna og verstu staðsetningarnar. Hvernig fáum við viðskiptavini til að velja Atlantsolíu þegar við erum með minnstu fjármunina til að eyða af öllum olíufélögunum og það þarf mest að hafa fyrir því að koma til okkar?

Ákvörðun var tekin um að færa birtingar að mestu yfir í útvarp og keyra á skemmtilegu og eftirminnilegu efni sem framleitt yrði jafnt og þétt yfir árið, í stað þess að keyra á stórri herferð í +/- 18 mánuði eins og oft tíðkast.

Með Sögu Garðars í farabroddi hefur Atlantsolía náð eyrum Íslendinga með grípandi lögum og gríni. Herferðirnar eru margverðlaunuðar, m.a. fyrir útvarp, markpóst, stafrænar auglýsingar og árangursríkustu herferð. Platan Reif í dæluna komst í Gullplötu vegna fjölda spilana á Spotify!

Markmið

Atlantsolía eyðir um 10% af heildarfjármagni sem olíufélögin setja í auglýsingagerð og birtingar. Markmiðið var að láta það duga til að koma okkur ofarlega á blað í auglýsingaeftirtekt (sem varð yfir 50% þegar mest lét).

Hugmynd

Að útbúa óþolandi heilalím sem fær sterk viðbrögð, bæði góð og slæm. Öll umfjöllun er góð umfjöllun, sem nýtist oft stórvel í almannatengslum. Fyrst það heyrist sjaldnar í okkur er best að skilaboðin séu háværari og sögð oftar á færri miðlum. Leggjum upp með útvarp sem aðalmiðil og notum aðra miðla sem stuðning.

Niðurstaða

Gullplata með ógleymanlegum lögum sem þú hatar að elska.

Byrjunin

Þetta byrjaði allt þegar hið sívinsæla lag Baby Shark barst okkur fyrst til eyrna.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Markpóstur

Allir sem kvörtuðu yfir laginu á internetinu fengu sent syngjandi kort sem hljómaði einhvern veginn svona:

Reif í dæluna

Í framhaldi af þessum fyrsta slagara Atlantsolíu var tekin ákvörðun um að gefa út fleiri lög. Þau urðu svo að heilli plötu af óþolandi heilalími – allt til að gleðja fólkið í landinu.

Annar slagari

Reif í dæluna hlaut gullplötu vegna fjölda spilana á Spotify og lagið Bensínlaus sat sem fastast á topplistum landsins vikum saman. Í dag er lagið með yfir sextíu þúsund spilanir á streymisveitunni.

Meinfýsin tíst

Í kjölfar allrar athyglinnar sem tónsmíðar Atlantsolíu fengu var ákveðið að fara í nýja herferð og var hún byggð á neikvæðum ummælum um fyrri auglýsingaherferðir Atlantsolíu.

Við erum hvergi nærri hætt!

Nýjasta útspil Atlantsolíu er samstarfslag með Siggu Beinteins.

Skoðaðu næsta verkefni