Atlantsorka

Jákvæðari orka fyrir heimilið

Um verkefnið

Atlantsorka er nýtt systurfyrirtæki Atlantsolíu sem einblínir á raforkumarkað í heimi þar sem orkuskiptin eru allt um kring. Við fengum það skemmtilega hlutverk að marka útlit þessa fyrirtækis út á við og búa til umgjörð um þennan nýja valmöguleika Íslendinga í raforkukaupum. Gengið var út frá því að útlitið myndi tóna við vörumerki Atlantsolíu, en auðvitað standa sjálfstætt og gefa frá sér einkennandi blæ.

Aðaleinkenni Atlantsolíu hafa verið einföld grafík, sterk og hávær skilaboð og lífleg rödd Sögu Garðarsdóttur. Það var því áskorun að finna einhvern sem gæti staðið henni jafnfætis sem andlit og rödd Atlantsorku.

Markmið

Að skapa ásýnd fyrir nýjan og traustan aðila á raforkumarkaði sem tónar við umgjörð Atlantsolíu, en hefur einnig sína einkennandi sérstöðu.

Hugmyndin

Við virkjuðum jákvæðu orkuna sem felst í orkuskiptunum og fórum á fullt inn í heim vellíðunar og virkjunar orkustöðva. Atlantsorka var mætt til að hjálpa fólki að finna jafnvægi í eigin lífinu með heilandi raforkunotkun.

Fyrir þennan heim jákvæðra strauma og uppbyggjandi orku fannst okkur enginn annar en Ólafur Stefánsson, fyrrverandi handboltamaður og heimspekingur, koma til greina sem andlit fyrirtækisins. Ólafur stafar af sér einhverri jákvæðustu orku sem mögulegt er og þótti því fullkominn í verkið.  

Niðurstaða

Jákvæð herferð með skilaboðum á léttari nótunum sem skilaði fyrirtækinu öðru sæti í mælingu um markaðsvitund strax á fyrstu mánuðum.

Hefur þú hugleitt að skipta yfir
í betri orku?

Project Image
Project Image
Útvarp

Jákvæðum skilaboðum var dreift til landsmanna á erfiðustu tímum dagsins, til dæmis þegar margir eru fastir í umferð. Þá er mikilvægt anda inn og huga jákvæðu orkunni.

Project Image
Icon

Skoðaðu næsta verkefni