Heilsugæslan

Heima er pest.

Um verkefnið

Umgangspestir á borð við kvef og magapestir geta valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið þegar samfélagið fer á fullt eftir sumarfrí. Heima er pest herferðin var því sett í gang með það að leiðarljósi að létta á þessum álagspunktum.
Almenningur var hvattur til að þekkja einkenni vægra veikinda og hvort eða hvenær þurfi að leita til heilsugæslu.
Sungin skilaboð eins og ,,ekki fá niðurgang í bílnum" stungu nokkuð í stúf við heimilislegt útsaumsútlit herferðarinnar og vöktu talsverða athygli í þjóðfélaginu. Var herferðinni meðal annars veittur sá mikli heiður að komast í Áramótaskaupið og var valin herferð ársins á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum, sem og besta veggspjald og markpóstur árið 2023.

Markmið

Markmið herferðarinnar var að minna fólk á að besta lækning við umgangspestum er langoftast hvíld heimavið. Með því að þekkja einkennin getum við hjálpast að við að létta álagið á heilbrigðiskerfinu og fækkað ónauðsynlegum heimsóknum á heilsugæslustöðvar landsins.

Innblástur

Innblásturinn var sóttur í íslenska, heimilislega stemning í anda Heima er bezt útsaums sem margir þekkja af heimilum ömmu og afa, með nútímalegri skilaboðum.

Niðurstaða

Það er betra að æla heima.

Project Image
Project Image

Útsaumað útlit kom heimilislegum skilaboðum til skila á hlýlegan hátt.

Markpóstur

Skilaboð herferðarinnar voru talin út og útbúin útsaumsútgáfa. Föndurklúbbar eldri borgara fengu svo að spreyta sig á útsauminum við góðar undirtektir. Markpósturinn hlaut viðurkenningu Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna 2023.

Project Image
Project Image
Project Image
Project Image

Herferðin hlaut viðurkenningu íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðurinn, fyrir besta veggspjald árið 2023.

instance

Skoðaðu næsta verkefni