Happdrætti Háskóla Íslands

Blá viðvörun.

Um verkefnið

Hvernig nærðu athygli Íslendinga? Með veðurviðvörun!
Síðastliðin 90 ár hefur Happdrætti Háskóla Íslands fært heppnum Íslendingum milljónir og um leið stutt veglega við uppbyggingu háskólasamfélagsins.

Í þessari herferð vildum við fjölga þátttakendum í happdrættinu og kynna fyrir þeim þennan mánaðarlega milljónastorm. Að því tilefni var kynnt til leiks veðurviðvörun í nýjum lit – Bláa viðvörunin.

Veðurfréttatími þótti kjörinn vettvangur fyrir tilkynningarnar og blés Gísli Örn Garðarsson lífi í viðkunnalegan sjónvarpsmann sem lendir í alveg svakalegum milljónastormi. Hann hvetur því Íslendinga til þess að festa bæði trampólínin og miðana sína.

Markmið

Ná til heppinna Íslendinga sem vill styðja við starf Háskóla Íslands og eiga möguleika á að vinna milljónir í happdrætti í leiðinni.

Hönnun

Útlit auglýsingarinnar í sjónvarpi var í anda þess tíma þegar veðurfréttir þóttu prýðisgott sjónvarpsefni.
Umhverfisskilti og vefefni var í nútímalegri anda þar sem veðurbarin andlit íslendinga voru mynduð í auga stormsins.

Niðurstaða

Blá viðvörun er betri en gul, appelsínugul og rauð!

Hér&Nú
Hér&Nú
instance

Andlit fólks hreinlega afmynduðust af spennu og veðurofsa.

Veðurbarnir Íslendingar

Bláa viðvörunin blés framan í andlit nokkurra Íslendinga sem prýddu vefefni og umhverfisskilti þar sem miljónirnar gátu hreinlega fokið í andlitið á þeim.

Með hækkandi sól tóku viðvaranirnar á sig nýja mynd, nú var viðvörunin orðin útfjólublá.

Skoðaðu næsta verkefni