Kvika

Banki umbreytinga.

Um verkefnið

Með sameiningu tveggja stórra aðila á fjárfestingarbankasviði opnaðist tækifæri til að nálgast bankaviðskipti á Íslandi á nýjan hátt. Ákveðið var að þróa stefnu sem efldi bankann sem umbreytingarafl og var gengið út frá því að upplifun viðskiptavina yrði frekar efld í gegnum ásýnd bankans og áþreifanlega umgjörð en áður.
Við fengum að vera með í þessu ferli frá upphafi og velja nafn, búa til merki og skapa hönnunarheim sem leiddi viðskiptavini og samstarfsaðila inn í heim Kviku banka.

Markmið

Að skapa ásýnd fyrirtækis sem gæti hafa verið til í 100 ár og mun vera til staðar í að minnsta kosti 100 ár til viðbótar.

Hönnun

Öll hönnun tók mið af grunnhugmyndafræðinni um banka umbreytinga. Allt var hannað út frá þessari grunnhugmyndafræði, allt frá nafni bankans til raddar á símsvara, frá prentgripum til rafræns heims og frá auglýsingum til innra rýmis bankans.

Niðurstaða

Valið vörumerki ársins á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum.

Project Image
Project Image
Project Image
Project Image

Markhópur

Markhópurinn sem unnið var út frá var hópur sem taldi 100 manns, starfsmenn bankans. Okkar fremsta fólk í fjármálaheiminum, handvalið til að sjá um þín fjármál.

Project Image
Project Image

Project Image
Project Image

Innanhússhönnun

Öll umgjörð Kviku var unnin af hönnuðum Hér&Nú. Hönnuðir HAF Studio og ljósmyndarinn Marinó Thorlacius áttu einnig ríkan þátt í vinnu við að staðsetja og marka vörumerkið í umhverfi bankans.

Project Image
Project Image
Project Image
Project Image
Project Image
Project Image
Project Image

Skoðaðu næsta verkefni