Ormsson

Sköpum drauma heima.

Um verkefnið

Bræðurnir Ormsson hófu starfsemi sína árið 1922 og hefur fyrirtækið verið meira og minna í eigu afkomenda þeirra síðan þá. Verslunin er því löngu orðin rótgróin og ákveðinn fasti á markaðnum. Tími þótti kominn til að stíga inn í framtíðina með fersku og uppfærðu útliti sem stenst kröfur nútímans.
Merki fyrirtækisins var tekið í gegn og hugsað þannig að það gæti tekið vel utan um öll þau fjölmörgu vörumerki sem seld eru í Ormsson. Nýtt slagorð, Sköpum drauma heima, vísar svo til þess að fólk geti komið í Ormsson og fengið þar hvað sem það þarf til þess að búa til sitt draumaheimili.

Markmið

Ákveðið var að gera vörumerki Ormsson að aðalpersónunni í eigin lífi og gera þar af leiðandi hin fjölmörgu vörumerki sem seld eru þar, sem mörg eru heimsþekkt, að gestastjörnum í öllu framleiddu efni. 

Hönnun

Nýtt útlit Ormsson er innblásið af útliti margra vörumerkja verslarinnar. Það vitnar í ríka sögu og gullaldartímabil grafískrar hönnunar á sjöunda áratugnum, en er á sama tíma ferskt og nútímalegt.

Niðurstaða

Útkoman er ferskt og sveigjanlegt vörumerki sem hentar vel í miðla nútímans.

Merki sem heldur utan um vöruúrval Ormsson af öryggi.

Tækifærisútgáfur

Vörumerki sem ræður vel við árstíðartengdar áskoranir eins og Black Friday. Með stórri litapallettu getur vörumerkið aðgreint mismunandi áherslur í sölu með því að nýta aukaliti og en á sama tíma haldið í sterka ímynd vörumerkisins.

Fallegar umbúðir utan um hágæðavörur.

Algjör yfirhalning á umbúðum, pokum og gjafabréfum. Hvort sem þú ert að versla fyrir þig eða gefa gjöf eru umbúðirnar eitthvað sem er gaman að labba með út.

Hér&Nú
Hér&Nú

Skoðaðu næsta verkefni