Penninn Eymundsson

Persónur Pennans Eymundsson. Hvern langar þig að hitta í dag?

Um verkefnið

Íslensk menning býr í bókum og sögum, íslenskum perlum sem við þekkjum og elskum hvert á okkar hátt. Persónur Pennans Eymundsson endurspegla þessa tengingu.
Hér mætast höfundar, lesendur, fólk á ferli og ferðamenn. Starfsfólkið fléttast inn á milli fólksins sem hefur mælt sér mót og þeirra sem detta inn af bæjarröltinu. Ferðamenn koma við og kaupa gjafir og minjagripi til að færa sínum nánustu.
Sumir eru einir, aðrir eru í hóp. Sumir staðir eru þannig að þar er hægt að verja löngum stundum bæði í hóp og einn, og Penninn Eymundsson er þannig staður.
Hvern langar þig að hitta í dag? Þú finnur viðkomandi í Pennanum Eymundsson.

Markmið

Þegar við ferðumst viljum við kynnast menningu staðanna sem við heimsækjum. Af þessari ástæðu hefur Penninn Eymundsson lengi verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. Þegar heimsfaraldur skall svo á og ferðamenn nánast hurfu af landinu var kominn tími til að gera Pennann Eymundsson aftur að áfangastað fyrir Íslendinga.

Hugmynd

Með herferðinni sameinum við Persónur Pennans Eymundsson sem heild. Persónur bókmenntanna lifna við, höfundar og fastagestir líta við og skoða úrvalið með öðrum gestum verslunarinnar. Perlur bókmenntanna skreyta veggi kaffihúsanna og lauma sér út í daginn með viðskiptavinunum á kaffimálum og innkaupapokum.

Niðurstaða

Penninn Eymundsson er staður þar sem þú gleymir stað og stund, ferðast til nýrra heima og drekkur gott kaffi á meðan.

Blaðaauglýsing fyrir Pennann hönnuð af Hér og Nú auglýsingastofu
Auglýsing fyrir Pennann Eymundsson hönnuð af Hér&Nú auglýsingastofu

Hvern langar þig að hitta í dag?

Kvikmyndaðar auglýsingar sem sóttu innblástur úr frægum íslenskum skáldverkum, heimsbókmenntum og heimsfrægum sögum. Ef vel er að gáð má sjá vinsælum rithöfunum og persónum bregða fyrir í aukahlutverkum.

Fastagestir

Fastagestir Pennans Eymundsson eru fjölbreyttur hópur fólks sem sækir kaffihúsin og verslanirnar reglulega í leit að innblæstri. Við færðum þeirra hugmyndir um þennan ævintýraheim inn á samfélagsmiðla Pennans Eymundsson.

Blaðaauglýsing fyrir Pennann Eymundsson um "Persónur Pennans" sköpuð af Hér og Nú auglýsingastofu
Auglýsing fyrir Pennann Eymundsson með grafískri hönnun hjá Hér og Nú auglýsingastofu
Hugleikur Dagsson í auglýsingu fyrir Pennann Eymundsson, sköpuð af Hér og Nú auglýsingastofu
Hér&Nú tók ljósmyndir fyrir Pennann Eymundsson
Ljósmyndir fyrir auglýsingaherferð Pennans Eymundssonar, sköpuð af Hér&Nú auglýsingastofu
Penninn Eymundsson auglýsingaherferð sem Hér og Nú auglýsingastofu bjó til
Penninn Eymundsson ljósmynd sem var notuð í auglýsingaherferð sem Hér og Nú auglýsingastofu skapaði
Penninn Eymundsson ljósmynd sem Hér&Nú notaði í auglýsingar

Kaffihúsin

Perlur bókmenntanna leynast á óteljandi blaðsíðum innan hverrar verslunar Pennans Eymundsson. Við færðum nokkrar þeirra innan úr bókunum og gáfum þeim rými á veggjum kaffihúsanna. Tilvitnanir sem elta viðskiptavini okkar svo út í daginn, prentaðar á innkaupapoka og kaffimál.

Skoðaðu næsta verkefni