Ormsson 100 ára

Sjerstök afmæliskjör í Ormssonsverzlun.

Um verkefnið

Árið 2022 fagnaði Ormsson 100 ára starfsafmæli sínu. Að því tilefni var slegið upp mánaðarlöngum afmælisfögnuði með tilheyrandi viðburðahaldi og sjérstökum tilboðum.

Markmið

Okkur langaði að vekja athygli á því hversu löng og viðburðarík saga verslunarinnar raunverulega er, en tæknileg þróun vöruúrvals Ormsson hefur auðvitað tekið risavaxið stökk á þessum tíma. Okkur þótti því tilvalið að draga fram ýmislegt úr fortíðinni og blanda því saman við nútíðina.

Hugmyndavinna

Gamlar auglýsingar úr dagblöðum voru okkar aðalinnblástur í hönnun, hugmyndavinnu og textagerð. Tungutak og tæknital síðustu aldar blandaðist skemmtilega við auglýsingaheim dagsins í dag, en leitast var við að aðlaga bæði nútíð og fortíð að hvort öðru í textaheimi herferðarinnar.

Niðurstaða

Útkoman var skemmtileg og öðruvísi herferð sem færði form dagblaðsins í stafræna miðla nútímans. Hér var síða úr dagblaði sett upp á stærðarinnar auglýsingaskilti með talsvert krefjandi magni af texta á miðað við það sem fólk á að venjast. Þessi herferð vakti eftirtekt og umtal um vörumerkið Ormsson fyrir áhugaverða hönnun og textagerð.

Innblástur

Innblástur að útliti og talanda var ekki langt undan – í gömlu auglýsingaefni frá Ormsson.

Gamlar auglýsingar

Hér er heilsíðuauglýsing sem birtist í tímariti V.F.Í. árið 1938.

Ánægjuleg reynsla fjölmargra húsmæðra af öllum kynjum eru beztu meðmælin með þessum vönduðu og glæsilegu heimilistækjum.

Hér&Nú
Hér&Nú

Sjúgið ryk af heimilum yðar með ryksugu er hreinsar prýðilega húsgögn, ábreiður og annað er ryk sezt í.

Hér&Nú
Hér&Nú
Útvarp

Rödd Ormsson var engin undantekning og færði sig líka mörg ár aftur í tíma í tilefni herferðarinnar.

Skoðaðu næsta verkefni