IKEA

Hvernig hljómar IKEA?

Um verkefnið

IKEA er fyrir löngu orðið hluti af daglegu lífi Íslendinga sem flestir eiga að minnsta kosti eina mublu úr smiðju hins sænska húsgagnarisa. Þegar við hófumst handa við vinnu fyrir IKEA einbeittum við okkur einmitt að þessari tengingu þjóðarinnar við vörurnar og þá sérstaklega í tengslum við nöfn þeirra.

Eins og flestir kannast við eru mörg vöruheiti IKEA orðin hluti af tungumálinu. Hver er ekki með Stockholm í stofunni? Eða bækurnar í Billy?

Með sérstakri aðstoð hinnar sænsk-íslensku stjörnu auglýsingarinnar, Eiríks Nóa, fléttuðum við þessi nöfn inn í tungumálið og spurðum einfaldlega; hvernig hljómar IKEA?

Markmið

Við vildum framleiða nýja sjónvarpsauglýsingu sem fléttaði saman íslenska og sænska eiginleika húsgagnarisa sem allir þekkja og elska af mismunanadi ástæðum.

Niðurstaða

IKEA hljómar alltaf vel!

Sænsk íslenska í umhverfinu

Umhverfisskilti breyttust í sænska orðabók sem kenndi framburð á hinum sænska varningi.

Jólin hefjast í IKEA

Það er ómissandi hluti af jólahaldinu að heimsækja IKEA hvort sem það vantar eitthvað í eldhúsið, ja eða bara nýtt eldhús fyrir jólin. Þess vegna var ekkert annað í stöðunni en að færa auglýsingaheiminn í jólabúning fyrir hátíðina.

Slider Picture0
Slider Picture1
Slider Picture2
Slider Picture3
Slider Picture4

Skoðaðu næsta verkefni