Endurmörkun fyrir fjárfestingarfélagið SKEL. Verkefnið fól í sér uppfærslu ásýndar félagsins með tilheyrandi hönnun á merki, myndastíl, ársskýrslu og bréfagögnum.
Lyfta ungu vörumerki upp og gefa því einkennandi ásýnd sem nýtist á hinum ýmsu snertiflötum. Við vildum miðla upplýsingum frá starfseminni til hluthafa og starfsmanna á skýran og einfaldan máta.
Nýtt útlit SKEL er nútímalegt og klassískt í senn. Fyrra merki var notað sem grunnur fyrir uppfærsluna sem sett er í nútímalega steinskrift með skýra vísun í fortíð, nútíð og framtíð. Myndastíllinn er augljós og bein vísun í nafn félagsins en þar sóttum við innblástur í teikningar eftir þýska vísinda- og listamanninn Ernst Haeckel.
Útkoman er skýr ásýnd félags í fjármálaheiminum sem nýtist á marga snertifleti þess.


Myndastíll SKEL gefur félaginu auðkennandi ásýnd sem auðvelt er að aðgreina frá samkeppninni.
Vörumerkið er kraftmikið og sveigjanlegt og nýtist í hinum ýmsu birtingarmyndum.