SÍBS

Hvað myndir þú segja við yngri þig?

Um verkefnið

Hvað myndir þú segja við yngri þig?
Þessari spurningu beindum við til almennings og viðmælenda okkar í nýjustu herferð SÍBS, sem er okkar elsti viðskiptavinur og sá fyrsti í 30 ára sögu Hér&Nú. Spurningin var send út til almennings í formi könnunar og svörin notuð sem grunnur að útvarpsauglýsingum og öllu inntaki herferðarinnar. Markmiðið var að hvetja almenning til ákveðinnar sjálfsskoðunar, fá fólk til að hugsa til síns yngra sjálfs og aðstoða aðra við að læra af sinni reynslu.
Fyrir sjónvarpsauglýsinguna fengum við Þröst Leó Gunnarsson til að segja okkur frá atviki þar sem hann stóð á tímamótum og þarfnaðist ráðlegginga. Þröstur valdi fallegt augnablik, þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn ungur að árum. Við sjáum Þröst ræða lífshlaup sitt og byrja um leið að yngjast. Að lokum stendur hann upp og gengur inn á fæðingarstofuna þar sem hann upplifir þetta augnablik aftur.

Markmið

Að staðsetja SÍBS sem lýðheilsusamtök sem leggja áherslu á líkamlega og andlega heilsu almennings. Við vildum vekja fólk til umhugsunar um sitt eigið æviskeið og hvernig hægt er að ráðleggja öðrum og jafnframt læra af reynslu fortíðarinnar.

Hugmyndin

Við fengum fólk á öllum aldri til að setjast niður fyrir framan myndavél án þess að hafa fyrirfram mótaða hugmynd um hvað það ætlaði að segja. Við vildum hafa sögurnar sem raunverulegastar og var því undirbúningi og handritaskrifum fyrir tökurnar haldið í lágmarki.

Niðurstaða

Hugljúfar sögur sem vekja fólk til umhugsunar um hvað það er sem raunverulega skiptir máli í lífinu.

Með hjálp deep fake tækni sjáum við Þröst Leó yngjast um 30 ár í auglýsingunni.

Hvað myndu þau segja?

Þjóðþekktir einstaklingar lögðu okkur lið og deildu með okkur hvað þau myndu segja við yngri sig.

instance
Project Image
Project Image

Skoðaðu næsta verkefni