Nói Siríus

Páskar

Um verkefnið

Páskaeggin frá Nóa Síríus eru órjúfanlegur hluti af menningararfi Íslendinga og það er fátt sem tengist þjóðarsálinni jafn sterkt á þessum árstíma. Því var það okkur sannur heiður að fá tækifæri til að vinna að kynningarefni fyrir þessa stórvertíð Nóa Siríus sem páskarnir eru. Margir taka eftir því að páskaauglýsingar birtast snemma, páskaeggin eru jafnvel komin í verslanir um leið og jólavertíðinni lýkur. Við ákváðum að nýta þessa tilfinningu og gera hana að lykilþema í herferðinni. Áhersla var lögð á sterka textavinnu þar sem eftirvænting og tilhlökkun, þessi sérstaka spenna sem fylgir páskasúkkulaði, skipti lykilmáli í framsetningunni. 

Markmið 

Á páskunum viljum við vekja hjá fólki hlýjar og persónulegar minningar tengdar páskaeggjunum frá Nóa Síríus – og um leið fá fólk til þess að velja eggin okkar. Við vildum virkja tilfinningatengslin sem mörg bera til þessarar stjörnu páskahátíðarinnar og skapa rými fyrir almenning til að rifja upp eigin páskaminningar, allt frá barnæsku til dagsins í dag. Með því að hefja samtalið snemma vöknuðu spurningar eins og: „Hvaða egg fékk ég mér aftur síðast og hvaða egg ætti ég að fá mér í ár?“ og þar með myndast falleg tenging milli fortíðar, nútíðar og vörunnar sjálfrar. 

Hönnun 

Hér var lögð sérstök áhersla á að sýna súkkulaðið sjálft í forgrunni, með nærmyndum sem fönguðu smáatriðin í páskaeggjunum sjálfum. Í ljósmyndatökunni sátu eggin fyrir líkt og listræn viðföng, þar sem áferð súkkulaðisins og litríkur álpappírinn lék lykilhlutverk. Skemmtileg gljái og dýpt lita voru nýtt til að vekja upp þessa löngun eftir því að bíta í ferskt súkkulaðið.  

Táknmynd páskanna

Páskarnir komu óvenju seint í ár en það þýddi ekki að við gætum ekki byrjað páskafjörið snemma! Við hófum fjörið með þessum teaser.

Álpappírinn afhjúpaður

Páskarnir létu kannski bíða eftir sér en það gerðu eggin ekki! Sáuð þið í gegnum álpappírinn?

Hér&Nú
Hér&Nú

Nakin egg

Við reyndum að vera þolinmóð en eggin voru hreinlega of ómótstæðileg. Við afklæddum þau álpappírnum til þess að leyfa hinni fullkomnu súkkulaðiáferð að njóta sín.

Slider Picture0
Slider Picture1