ISEN

Atlantsolía

Ódýra herferðin

Um verkefnið

Ódýra herferðin byggði á hugmyndinni um að markaðsstjóri Atlantsolíu, Rakel Björg Guðmundsdóttir, hefði sjálf hannað auglýsingarnar, í þeirri viðleitni að halda kostnaði í lágmarki og þar með stuðla áfram að lægra eldsneytisverði. Framleiðslan var því meðvitað látlaus og í fullkomnu samræmi við þá nálgun, margir myndu jafnvel ganga svo langt að segja hún hafi hreinlega verið ljót. Undir lokin þróaðist sagan þannig að markaðsstjóranum féllust hendur yfir álaginu sem fylgdi herferðinni og hún kallaði aftur inn auglýsingastofuna og rödd Atlantsolíu.

Markmið

Líftími herferðarinnar var bæði líflegur og áhugaverður, enda bárust fyrirtækinu fjöldi ábendinga frá almenningi um bæði útlit og gæði auglýsinganna á meðan á herferðinni stóð. Markmiðið með henni var fyrst og fremst að vekja athygli á sérstaklega lágu eldsneytisverði, og okkur fannst það eiga vel við að auglýsingarnar væru annaðhvort mjög ódýrar í framkvæmd – eða að minnsta kosti litu út fyrir að vera það. Með því tókst okkur að undirstrika einfaldleikann og hagkvæmnina á áhrifaríkan hátt, sem aftur speglaði sjálft innihald herferðarinnar.

Hönnun

Efnið leit út fyrir að vera heimatilbúið af sjálflærðum hönnuði (Rakel markaðsstjóra), og ýmist búið til í Microsoft Paint, unnið út frá skjáskotum eða jafnvel bara skrifað í notes. Samhliða þessu voru skrifaðar útvarpsauglýsingar sem voru í lélegum gæðum bæði hvað varðaði frammistöðu lesara og textavinnu.

Niðurstaða

Ljótt er ekki alltaf slæmt.

Ódýra Herferðin hjá Atlantsolíu var sýnd á strætóskiltum og vöktu athygli, hönnuð af Hér og Nú auglýsingastofu
Strætóskilti með Ódýru Herferð Atlantsolíu sem hannað var af Hér og Nú auglýsingastofu

Viðbrögð

Herferðin vakti ekki aðeins víðtæka athygli almennings, heldur einnig djúpar áhyggjur af ákvörðunum markaðsstjórans.

Upphaf og endir herferðarinnar

Næsta verkefni