Öll eigna- og sjóðastýringarstarfsemi Kviku Banka var nýlega sameinuð í eitt dótturfélag, Kviku eignastýringu. Vörumerki Kviku er þekkt sem umbreytingarafl á markaðnum og vorum við svo heppin að fá sjá um mörkunina frá a-ö á sínum tíma. Nú þegar við fengum það verkefni að skapa ásýnd fyrir dótturfélagið vildum við byggja á þeirri góðu vitund og ímynd sem Kvika hafði. Það vildum staðsetja eignastýringuna eins nálægt móðurvörumerkinu og við máttum, enda verðlaunaásýnd.
Skapa ásýnd fyrir dótturfélag Kviku sem endurspeglar þau gæði og standard sem um ræðir.
Merkið fékk viðbótina eignastýring og í stað gyllta litarins var leitað í einn dýrasta málm heims; platínum. Ráðist var í yfirhalningu á öllu frá frá litapallettu, hönnun á vefsíðu, bréfsefni, auglýsinga- og markaðsefni til smáatriða líkt og Powerpoint sniðmáta og fréttabréfa.
Verðlaunaútgáfa af sterku móðurvörumerki.


Vörumerki sem endurspeglar gæði.
Vandað var til verka allt frá nafnspjöldum til innréttinga.

