1700

Hvert hringir þú?

Um verkefnið

Áskoranir í heilbrigðismálum eru margar og mismunandi. Ein þeirra felst í því að almenningur virðist oft á tíðum hreinlega villast í þessu stóra og víðfeðma kerfi. Álagið bitnar á okkur öllum en þegar stór hluti fólks leitar á sama blett í kerfinu verður biðin lengri og gæði þjónustunnar minnka. Því virtist þurfa eins konar vegvísi um heilbrigðiskerfið sem auðvelt væri að muna eftir þegar óvissan léti á sér kræla.

Markmið

Vekja athygli á upplýsingasímanum 1700 sem fyrsta skrefi í átt að réttum áfangastað og auka þannig þjónustu við almenning þegar kemur að heilbrigðistengdri ráðgjöf og leiðsögn.

Hugmynd

Skilaboðin eru mikilvæg og þess vegna var nauðsynlegt að þau væru skýr. Bjartir og áberandi litir réðu för á eftirtektarverðum myndunum sem vísa til mismunandi kvilla, einkenna og veikinda sem fólk glímir við dagsdaglega. Myndirnar tengjast viðfangsefninu beint og uppsetningin er auðskilin. Blandan af gleði og húmor sem vegur upp á móti alvarleika og brýnni nauðsyn skilaboðanna skilar af sér eftirminnilegri heildarmynd.

Niðurstaða

Áhugaverð, grípandi og hnitmiðuð herferð sem ól af sér stóraukna áherslu á skýrar leiðbeiningar og ráðgjöf innan heilbrigðiskerfisins.

Project Image
Project Image

Teikningar

Myndir af einkennum, kvillum og óhöppum sem rata reglulega inn á borð heilbrigðisstarfsfólks.

Samfélagsleg vitund

Lykillinn að vitundarvakningunni var að halda skilaboðunum stuttum, hnitmiðuðum og áberandi.

1700 lag

Ákveðið var ráðast í gerð lags sem væri til þess gert festast í minni fólks. Texti lagsins samanstendur af algengum kvillum sem koma á borð heilbrigðiskerfisins. Útgangspunkturinn er símanúmerið góðkunna sem beinir óvissu fólki í réttan farveg innan kerfisins.

Project Image
Icon

Skoðaðu næsta verkefni